Skip to main content

Skilmálar

AFHENDING
Utan opnunartíma eru pantanir afgreiddar næsta virka dag. Thermomix vélar má sækja í Síðumúla 29 á opnunartíma (mán, mið og fim frá kl. 11-17) eða fá fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Afhending annars staðar á landinu er skv. nánara samkomulagi við kynningarfulltrúa eða starfsmann Eldhústöfra ehf.

Frí heimsending á öðrum vörum úr netverslun þegar verslað er fyrir meira en 10.000 kr.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLA
Kaupanda er heimilt að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagsetningu, háð því að varan sé í upprunalegu ástandi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Framvísa þarf kvittun fyrir kaupunum.

Skilaréttur á hvorki við um útsöluvörur, notaðar vörur eða sérpantanir. Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar.

VERÐ
Verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara. Reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti. Allar vörur í vefverslun eru birtar með fyrirvara um villur í verði, magni eða texta.

NETGREIÐSLUR Í VEFVERSLUN
Eldhústöfrar bjóða viðskiptavinum sínum að greiða fyrir vörukaup með greiðslukortum í vefverslun sinni í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Örugg greiðslusíða gerir söluaðilum kleift að taka við kreditkortagreiðslum á einfaldan og öruggan hátt. Kaupandi velur vöru eða þjónustu á vefsíðu söluaðila og við greiðslu er hann fluttur yfir á örugga greiðslusíðu þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu, berst staðfesting til viðskiptavinar og söluaðila.

Söluaðili (Eldhústöfrar í þessu tilfelli) sem nýtir sér örugga greiðslusíðu, tekur hvorki við né geymir kortanúmer viðskiptavina sinna.

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR
Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgðartími gildir frá dagsetningu reiknings.

Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.  Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Eldhústöfra, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun, orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Staðfesta þarf ábyrgð með framvísun á reikning fyrir kaupunum.

TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði og allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp eru trúnaðarmál og verða aldrei afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

ALMENNT
Eldhústöfrar áskilja sér rétt til að hætta við afgreiðslu á pöntun t.d. vegna rangra verð- eða magnupplýsinga sem koma fram í vefverslun. Þetta á einnig við ef villur koma upp í reiknireglum vefverslunar. Einnig áskiljum við okkur rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á einstakar vörur eða vörutegundir fyrirvaralaust.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Eldhústöfrar ehf.
Kt. 450914-0880
Vsk. nr. 130215